Viðskiptaskilmálar fyrir notkun gagnasvæða notenda

Viðskiptaskilmálar fyrir notkun gagnasvæða notenda
1.gr Inngangur

Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur gagnasvæða stofnana hjá Gagnavinnslunni (hér eftir nefnd „Gagnavinnslan“) og um efni þess samnings milli notanda annars vegar og Íslenskri Gagnavinnslu ehf hins vegar, um aðgang að gagnasvæðinu.

2.gr Notendur

Gagnasvæðið er á veraldarvefnum gagnavinnslan.is og samheiti hennar sem er eigumafrit.is .

3. gr Auðkenning

Gagnavinnslan lætur notanda í té notanda og lykilorð til innskráningar á gagnasvæðið. Gagnavinnslan áskilur sér rétt til að breyta öryggiskröfum sínum án fyrirvara, enda sé Gagnavinnslan með því að gæta hagsmuna notanda og tryggja ítrasta öryggi við notkun gagnasvæðisins. Notandi samþykkir að hlíta skilmálum Gagnavinnslunnar um auðkenningu.

4. gr Tenging við Gagnavinnsluna

Notandi leggur sjálfur til endabúnað og tengingu við veraldarvefinn og þann hugbúnað sem nauðsynlegur er til tengingar við Gagnavinnsluna. Notandi ber sjálfur fulla ábyrgð á þeirri aðferð og þeim búnaði sem hann kýs að nota til að tengjast gagnasvæðinu, þar á meðal að nota ávallt þann vafra (enska: browser) og stýrikerfi sem studdur er af framleiðanda hverju sinni og Gagnavinnslan gerir kröfur um. Notanda ber að kynna sér almennar leiðbeiningar og lágmarksviðmið um tölvuöryggi og vírusvarnir á hverjum tíma. Gagnavinnslan áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda ef hugbúnaður er óviðunandi að mati Gagnavinnslunnar.

Notandi veitir Gagnaveitunni heimild til að skoða tæknilegt umhverfi og tengingar notanda sem og önnur atriði sem tengjast tengingu við Gagnaveituna vegna notkunar á gagnageymslunni. Verði notandi var við villu eða galla við notkun á gagnageymslunni, skal Gagnavinnslunni gert viðvart án tafar.

5. gr Þóknun

Notandi greiðir fyrir notkun gagnageymslunnar samkvæmt verðskrá Gagnavinnslunnar eins og hún er reiknuð út hverju sinni og birt á vef gagnavinnslunnar. Gagnavinnslan áskilur sér fullan rétt til að breyta verðskrá með eins árs fyrirvara, enda séu verðskrárbreytingar til lækkunar að jafnaði yfir þriggja ára tímabil.

6. gr Breytingar á skilmálum

Gagnavinnslan áskilur sér rétt til að ákveða einhliða þá þjónustu sem veitt er í gegnum gagnageymsluna á hverjum tíma. Verði skilmálum þessum breytt, skal tilkynna notanda um slíkar breytingar annaðhvort skriflega eða með birtingu tilkynningar um breytta skilmála á áberandi hátt á vef Gagnavinnslunnar. Sætti notandi sig ekki við breytingar skal hann án ástæðulauss dráttar tilkynna Gagnavinnslunni um uppsögn samnings um gagnasvæði, en samningurinn er uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara sbr. 13. gr. Skilmála þessara. Að öðrum kosti teljast hinir breyttu skilmálar bindandi.

7. gr Fyrirvarar

Gagnavinnslan ber ekki ábyrgð á þvi tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við gagnasvæðið, vafra (browser) eða stýrikerfi notanda eða Gagnaveitunnar , eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að ekki sé hægt að nota gagnasvæðið, eða notkun verði með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana eða truflana í rekstri tölvukerfa og/eða viðskiptakerfa. Gagnaveitan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda.

8. gr Trúnaður

Samkvæmt ákvæðum laga er Gagnavinnslan, starfsmenn hennar og hverjr þeir sem taka að sér verk fyrir Gagnavinnsluna, bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varða einkamálefni viðskiptavina, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Starfsfólk gagnageymslunnar getur ekki á neinn hátt haft aðgang að gögnum viðskiptavina. Starfsfólk hefur ekki heimild til að greina, lesa eða starfa með gögnin á neinu formi, starfsfólk er einungis ábyrgt fyrir að viðskiptavinurinn hafi umsaminn aðgang að gagnasvæði.

9. gr Uppsögn, vanefndir o.fl.

Uppsagnarfrestur notanda eru 12 mánuðir ( 1 ár ) sem telst frá fyrstu mánaðarmótum eftir að uppsögn hefur sannanlega borist Gagnavinnslunni. Uppsagnarfrestur Gagnavinnslunnar eru 60 mánuðir ( 5 ár ) sem teljast á sama hátt.

Verði notandi uppvís að misnotkun, tilraunum til misnotkunar á upplýsingum eða tengingum við gagnasvæði, er Gagnaveitunni heimilt að rjúfa aðgang notandans fyrirvaralaust og án tilkynningar. Slík misnotkun varðar við lög. Gagnaveitunni er heimilt að loka fyrir aðgang notanda ef aðgangur notanda er óvirkur í samfellt 6 mánuði.

10. gr Önnur ákvæði

Rísi mál vegna samnings þessa má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.