Samningur um notkun gagnageymslu

Samningur um notkun gagnageymslu

Notandinn fær aðgang að þeirri stærð gagnasvæðis sem hann óskar eftir. Ekki er boðið upp á smærra gagnasvæði en 2 TB.

Við upphaf þessa samnings er ekki er boðið upp á vefviðmót til að sýna eða sjá um t.d. myndskeið en það mun koma og þá verður viðbótartaxti fyrir það.

Gagnageymslunni er dreift á ýmsa staði á landinu og gögn afrituð á milli staða að vali viðskiptavina. Afritunin myndar þannig umfremd gagna, þannig að sömu gögnin eru geymd á mismunandi stöðum á landinu. Fljótlega koma hér upplýsingar fyrir notendur til að taka ákvörðun um dreifingu gagna um landið og þarmeð ákvörðun um svokallaða umfremd.

Við undirritun samnings, getur viðskiptavinur krafist þess að gagnasvæði hans verði varðveitt, skyldi hann verða gjaldþrota eða látast. Það er gert þannig að fastri greiðslu er breytt afturvirkt í fast gagnamagn og ef þörf er á, er gagnasvæðið flutt úr heitri geymslu í kalda geymslu eða Jökkageymslur eftir atvikum. Krefjist viðskiptavinur þess ekki, verður gagnasvæðinu eytt eftir lok samnings.

Leiðbeiningar um notkun gagnasvæðis eru aðgengilegar notendum. Við mælum alltaf með því að notendur komi á kynningar okkar á notkunarmöguleikum gagnageymslunnar.

Þessu til viðbótar mælum við einnig með að viðskiptavinir taki þjónustusamninga.

Nauðsynlegar upplýsingar

Í samningi þarf að fylla út upplýsingar um notanda, stærð gagnasvæðis, verð á ári og það þarf að haka í kassa til að merkja við hvort notandinn óskar eftir föstu gagnamagni eða fastri greiðslu.

Samningur þessi er á milli ofangreinds notanda og Íslenskrar Gagnavinnslu ehf kt. 490916-0320, Öldugranda 9, 107 Reykjavík, héreftir nefnd Gagnavinnslan.

Greiðslan fyrir þjónustuna er X kr og er fyrir 12 mánuði. Sé greitt fyrir minna en 12 mánuði kemur til tengigjald að upphæð 20.000 kr.

Samningur þessi og skilmálar gilda um aðgang og notkun notanda á gagnasvæði notenda hjá Gagnavinnsluni.

Með undirritun sinni á þennan samning, lýsir notandi því yfir að hafa lesið Viðskiptaskilmála fyrir notkun gagnasvæða, sem eru óaðskiljanlegur hluti samnings þessa. Notandi lýsir jafnframt yfir samþykki framangreindra skilmála.

Gagnavinnslan lýsir því yfir með undirritun sinni á þennan samning að notandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir aðgangi að gagnasvæði.

Aðgangur notanda að gagnasvæðinu, gagnaneti og annarri þjónustu sem veitt er hjá Gagnavinnslunni, nær til að vista og sækja gögn og skoða yfirlit yfir gagnasvæðið.

Aðgangurinn er persónulegur og ber hver notandi ábyrgð á sinni notkun og óheimilt er að veita öðrum aðgang að notendanafni sínu.

Ég hef kynnt mér Viðskiptaskilmála fyrir notkun gagnasvæða stofnana , samþykki þá að öllu leyti og skuldbind mig til að nota aðgang minn í samræmi við þá og hlíta þeim í hvívetna.

Undirritun: